Lundastofninn í hættu

Veiðimenn eru hvattir til að gæta hófs við veiðar á …
Veiðimenn eru hvattir til að gæta hófs við veiðar á lundum. mbl.is/Sigurður Bogi

Rannsóknir og vöktun á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu 30 ár. Náttúruverndarstofnun og umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið biðla því til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti.

Þetta segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Náttúruverndarstofnun fékk tvo sérfræðinga, þá Dr. Fred A. Johnson og Dr. Carl Walters, til að rýna í gögn Náttúrustofu Suðurlands og hugsanleg áhrif veiða á lundastofninn.

Veiðimenn beðnir um að gæta hófs

Niðurstöðurnar voru þær að langtímafækkun lundastofnsins á Íslandi sé líklega vegna uppsafnaðra áhrifa veiða og óhagstæðra umhverfisaðstæðna, til dæmis hás sjávarhita og að veiðar, eins og þeim hefur verið háttað undanfarið, séu líklegar til að valda frekari rýrnun stofnsins.

„Veiðimenn eru hvattir til að gæta hófs við veiðar og biðlað er til veitingahúsa að skoða til hítar hvort lundi eigi heima á þeirra matseðli í ljósi þess hve stofninn er viðkvæmur og veiðar úr honum geti því ekki talist sjálfbærar,“ segir einnig á vef Stjórnarráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert