Skjálfti af stærðinni 3 í Mýrdalsjökli

Veðurstofan heldur áfram að vakta gögn og fylgjast með þróun …
Veðurstofan heldur áfram að vakta gögn og fylgjast með þróun mála. Kort/Veðurstofa Íslands

Um klukkan 9.15 í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 3 í Mýrdalsjökli. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að engir eftirskjálftar hafi fylgt skjálftanum en síðast varð skjálfti af svipaðri stærð þann 19. nóvember í fyrra.

Fram kemur í tilkynningunni að síðustu daga hafi nokkur virkni mælst í Mýrdalsjökli og aukin rafleiðni mælst í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en vatnhæð hefur ekki hækkað.

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt á svæðinu og er fólk beðið að sýna aðgát við upptök árinnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.

Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul og Kötlu.
Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul og Kötlu. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka