Jóhanna Vigdís þakkaði fyrir samfylgdina

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir flytur hér síðustu tíufréttirnar í Ríkissjónvarpinu í …
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir flytur hér síðustu tíufréttirnar í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Ljósmynd/skjáskot

Síðasti tíufréttatími Ríkissjónvarpsins var sendur út í kvöld.  

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir var fréttaþulur líkt og hún hefur gert til fjölda ára en að fréttaflutningi loknum þakkaði hún áhorfendum fyrir samfylgdina í gegnum tíðina. 

Tíufréttir hafa verið á dagskrá RÚV í yfir 25 ár en sökum breyttrar fréttaneyslu landsmanna var ákveðið að fækka fréttatímum í dagskrá sjónvarpsins og leggja frekari áherslu á stafræna miðla.

Einnig er áformað að færa aðal kvöldfréttatíma sjónvarpsins til klukkan 20 en hann hefur um langt árabil verið á dagskrá klukkan 19. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert