Magnús Þór Hafsteinsson lést er báturinn sökk

mbl.is

Maðurinn sem lést þegar strandveiðibátur sökk í námunda við Patreksfjörð í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson. Hann var búsettur á Akranesi og var 61 árs gamall. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Magnús Þór var alþingismaður fyrir Frjálslynda flokkinn á árunum 2003 til 2007.

„Aðstandendur Magnúsar vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra aðila sem að málinu komu sem og samfélagsins á Patreksfirði,” segir í tilkynningunni. Þar vottar lögreglan aðstandendum einnig samúð sína og þakkar viðbragðsaðilum, sjófarendum og öðrum sem komu að málinu fyrir.

„Unnið er að því að ná bátnum sem Magnús var á af sjávarbotni og stefnt er að því að flytja hann til Reykjavíkur til frekari rannsóknar,” segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert