Spáir nýju félagshyggjuafli: Fólk að ræða saman

Gunnar Smári á fundi Vorstjörnunnar í gærkvöldi.
Gunnar Smári á fundi Vorstjörnunnar í gærkvöldi. mbl.is/Birta Margrét

Gunnar Smári Egilsson segir að hann muni ekki koma nálægt starfsemi Sósíalistaflokksins að nýju, jafnvel þó vindar myndu breytast í flokknum. „Minn tími er liðinn,“ segir Gunnar Smári.

Hann telur nýja stjórn flokksins sem tók við eftir hallarbyltingu á aðalfundi í maí ekki hafa neinn stuðning og telur góðan jarðveg fyrir nýtt stjórnmálaafl félagshyggjufólks. Nefnir hann að kjósendur Vinstri grænna, Pírata og jafnvel hluti Samfylkingarfólks gæti hugsað sér að veita atkvæði sínu í þá átt og að fólk sé að ræða saman fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Sjálfur segist hann þó ekki vera á leið í stjórnmál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert