„Kjarnorkuhnappi“ þingforseta ólíklega beitt

Ólíklegt þykir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis muni virkja heimildir sínar til þess að stöðva umræður á Alþingi, einkum þeim sem lúta að áformum meirihluta þingsins til að stórhækka veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki landsins.

Þrír forystumenn

Þetta er mat forystumanna stjórnarandstöðunnar sem eru gestir nýjasta þáttar Spursmála. Þar mæta til leiks þingflokksformennirnir Bergþór Ólason frá Miðflokki og Ingibjörg Isaksen, hjá Framsóknarflokki ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins.

Orðaskiptin um þetta má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. mbl.is/Eyþór Árnason

Ekkert samkomulag

Síðustu sólarhringa hefur lítið sem ekkert gengið að ná samkomulagi um lok þingstarfa áður en Alþingi kemst í langþráð sumarleyfi. Hafa þingflokksformenn setið maraþonfundi sem sumir hverjir hafa staðið langt fram eftir nóttu.

Viðtalið við Bergþór, Ingibjörgu og Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert