Sorporkuver gæti dregið úr losun

Svona gæti sorporkuverið á Strönd litið út en á myndinni …
Svona gæti sorporkuverið á Strönd litið út en á myndinni má sjá sorporkuver í Finnlandi. Ljósmynd/Sorpstöð Rangárvallasýslu

Áform eru uppi um að reisa sorporkustöð á athafnasvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu á landi Strandar í Rangárþingi ytra. Stöðin kemur til með að brenna úrgang í ákveðnum sorpflokkum sem ekki er hægt að farga öðruvísi.

Varminn sem fæst með brennslunni verður svo nýttur til að efla hitaveituna á nærliggjandi svæðum. Matsáætlun til kynningar var birt á miðvikudaginn og er hægt að senda inn umsagnir til 29. júlí.

Tilgangur sorporkuversins er að minnka urðun úrgangs í samræmi við reglugerð nr. 803/2023 en markmið reglugerðarinnar er að innan ársins 2035 verði aðeins 10% heimilisúrgangs urðuð. Með sorporkuverinu geta sveitarfélögin náð því markmiði níu árum á undan áætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka