„Þetta eru hamfarir fyrir skapandi listamenn og tónlistarmenn,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Sífellt færist í vöxt að tónlist sem framleidd er af gervigreind sé gefin út í nafni tónlistarmanna sem ekki eru til. Fjallað var um eina slíka, The Velvet Sundown, í blaðinu í gær.
Bubbi segir að ástandið versni stöðugt og réttindi tónlistarmanna séu fótum troðin. „Þessi frétt sendir hroll niður eftir mænunni og vekur manni ugg í brjósti, þetta eru mjög vondar fréttir,“ bætir hann við. „Nú getur hver sem er farið í tölvuna sína og hlaðið einhverju drasli niður og kallað sig listamann.“
Nánar má lesa um málið á bls. 6 í Morgunblaðinu og í Mogga-appinu í dag