Spennufall á Alþingi og þinglok nær

Alþingi Loks virðist þokast í samkomulagsátt um þinglok, þó ekkert …
Alþingi Loks virðist þokast í samkomulagsátt um þinglok, þó ekkert sé frágengið um þau. Morgunblaðið/Eyþór

Betur horfir um þinglokasamninga nú en verið hefur, hljóðið í þingmönnum um það er allt annað en undanfarna daga og dagskrá þingsins ber vott um að verið sé að róa ástandið.

Þingfundur hófst klukkan 10 í morgun, en um svipað leyti lauk ríkisstjórnarfundi. Ráðherrar gáfu ekki kost á viðtölum að fundi loknum, en í þinginu var allt með óvenju kyrrum kjörum og óhætt að tala um spennufall í Alþingishúsinu.

Þar voru á dagskrá rekstrarmál eins og fjáraukalög, fjármálaáætlun og stöðugleikareglan, en veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson hvergi sjáanlegt. Það er hins vegar ekki eins og pólitíkin sé fokin út í veður og vind. Ráðherrar koma til óundirbúinna fyrirspurna síðdegis í dag og þaðan verður ugglaust eitthvað að frétta þó hugsanlega verði harkan minni en síðustu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert