Vanáætlað um tugi milljarða

Dagur B. Eggertsson mælti fyrir fjármálaáætlun í gærmorgun. Stjórnarandstæðingar segja …
Dagur B. Eggertsson mælti fyrir fjármálaáætlun í gærmorgun. Stjórnarandstæðingar segja að forsendur áætlunarinnar séu kolrangar. mbl.is/Karítas

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 stenst enga skoðun og gera má ráð fyrir halla á fjárlögum út áratuginn.

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í fjárlaganefnd, í samtali við Morgunblaðið.

Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir 26 milljarða króna halla árið 2026, 1 milljarðs halla árið 2027, 2,9 milljarða afgangi árið 2028, 9,1 milljarðs afgangi árið 2029 og 20,8 milljarða afgangi árið 2030. Þegar fjármálaáætlunin var kynnt í apríl lýsti ríkisstjórnin því yfir að ríkissjóður yrði rekinn hallalaust frá árinu 2027.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert