Gæsluvarðhald framlengt í stunguárásarmáli

Árásin átti sér stað 20. júní.
Árásin átti sér stað 20. júní. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðsdómur Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að framlengja gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um stunguárás í Reykjanesbæ þann 20. júní síðastliðinn.

Gæsluvarðhaldið var framlengt til 31. júlí, samkvæmt svari lögreglunnar á Suðurnesjum við fyrirspurn frá mbl.is.

Sá grunaði er á þrítugsaldri og hefur verið í haldi frá 23. júní. Samkvæmt frétt mbl.is sem birtist sama dag er málið rannsakað sem tilraun til manndráps. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið karlmann á sjötugsaldri.

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert