Hver er menntastefna íslenskra stjórnvalda?

Guðmundur Ingi kynnir nýja aðgerðaáætlun menntastefnu stjórnvalda í vikunni.
Guðmundur Ingi kynnir nýja aðgerðaáætlun menntastefnu stjórnvalda í vikunni. Samsett mynd/Karítas

„Framúrskarandi menntun alla ævi.“ Svo hljóða einkunnarorð menntastefnu íslenskra stjórnvalda, sem innleiða á í þremur áföngum, eða svokölluðum aðgerðaáætlunum, til ársins 2030.

Stefnan byggir á þingsályktunartillögu Lilju Daggar Alfreðsdóttur þáverandi menntamálaráðherra, sem samþykkt var í mars 2021.

Stoðir menntastefnunnar eru fimm talsins, þ.e. jöfn tækifæri fyrir alla, kennsla í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni. Gildi stefnunnar eru þrautseigja, hugrekki, þekking, hamingja og sjálfbærni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert