Sex voru í þremur ökutækjum sem skullu saman á þjóðvegi 1 í Hörgárdal á tíunda tímanum í gærkvöld.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Allir voru fluttir til aðhlynningar með sjúkrabílum á Sjúkrahúsið á Akureyri en ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan þeirra eða meiðsli.
Vegurinn var lokaður um tíma á meðan lögregla sinnti vettvangrannsókn en lokuninni var aflétt eftir miðnætti.
Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að því er segir í tilkynningunni.