Sprengja við Keflavíkurflugvöll fjarlægð

Bílastæði við Keflavíkurflugvöll.
Bílastæði við Keflavíkurflugvöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérsveit ríkislögreglustjóra fjarlægði sprengju af bílastæði við Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. 

Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á Suðurnesjum við fyrirspurn frá mbl.is.

Tilkynnt var um tortryggilegan hlut í gærmorgun, eða ætlaða sprengju. „Notið var aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við að fjarlægja sprengjuna af vettvangi með öruggum hætti,“ segir í svarinu.

Um lítinn flugeld var að ræða, sem búið var að eiga við, að því er segir í svari lögreglunnar.

Sérsveit ríkislögreglustjóra fjarlægði sprengju frá Keflavíkurflugvelli í gærmorgun.
Sérsveit ríkislögreglustjóra fjarlægði sprengju frá Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert