Svartbakur í bráðri útrýmingarhættu

Í bráðri hættu Svartbak hefur fækkað um 84% á síðustu …
Í bráðri hættu Svartbak hefur fækkað um 84% á síðustu áratugum og er stofninn nú talinn vera í bráðri hættu.
  • Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson

Svartbakur er nú ein af fjórum fuglategundum sem flokkaðar eru í bráðri hættu á nýjum válista fugla, sem Náttúrufræðistofnun hefur birt, en svartbökum hér á landi hefur fækkað um 84% frá árinu 1987. Hinar tegundirnar þrjár, fjöruspói, lundi og skúmur, voru flokkaðar í bráðri hættu á válista sem stofnunin birti árið 2018.

Aldís Erna Pálsdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir ekki ljóst hvers vegna svartbak hefur fækkað jafn mikið og raun ber vitni en árið 2016 var stofninn áætlaður 6-8.000 pör og hefur að öllum líkindum fækkað síðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert