Þekkir ekki annað en sérstaka tíma á Alþingi

Alþingi Birna Bragadóttir upplifði stolt er hún tók sæti á …
Alþingi Birna Bragadóttir upplifði stolt er hún tók sæti á þingi. Morgunblaðið/Karítas

Birna Bragadóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók sæti á Alþingi í fyrsta skipti í gær en hún kemur inn í stað Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur sem tók sér hlé frá þingstörfum og settist á skólabekk.

Birna segir það hafa verið mjög sérstaka stund að taka sæti á þingi og undirrita drengskaparheit við stjórnarskrána.

„Ég fylltist stolti og djúpri virðingu fyrir þinginu. Alþingi er ein mikilvægasta stofnun samfélagsins og þjóðarinnar og það er mér mikill heiður að fá að taka sæti í fjarveru Áslaugar Örnu,“ segir Birna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert