Tónleikum aflýst vegna veikinda Siggu Beinteins

Tónleikar Stjórnarinnar á Allt í blóma í Hvergerði féllu niður …
Tónleikar Stjórnarinnar á Allt í blóma í Hvergerði féllu niður í gærkvöldi vegna veikinda söngkonunnar Siggu Beinteins. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Árni Sæberg

Tónleikar Stjórnarinnar á Allt í blóma í Hvergerði féllu niður í gærkvöldi vegna veikinda söngkonunnar Siggu Beinteins.

Þetta staðfestir Sigurgeir Skafti Flosason, einn stofnenda og skipuleggjenda hátíðarinnar, í samtali við mbl.is.

Hann segir að tónleikar með Stjórninni í Hveragerði verði auglýstir síðar og að tix.is hafi endurgreitt þeim sem keyptu miða.

Markaður, barnaskemmtun og tónleikar 

Að undanskildum veikindum Siggu segir Sigurgeir hátíðina hafa gengið vonum framar.

Í dag hefði verið barnaskemmtun og markaður þar sem hinir ýmsu munir voru til sölu.

„Það er alltaf mikil ánægja með þennan markað, hann er ákveðin stemning,“ segir Sigurgeir.

Í kvöld verða tónleikar og ball sem mikil spenna ríkir fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert