Allt að 20 stiga hiti sunnanlands í dag

Milt verður í veðri í dag og á morgun.
Milt verður í veðri í dag og á morgun. mbl.is/Eyþór

Búast má við vestlægri átt 5-13 metrum á sekúndu og að víða létti til í dag. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast sunnanlands.

Það snýst í norðvestlæga átt og þykknar upp norðaustan til seinni partinn og þar hvessir með dálítilli vætu í kvöld og kólnar smám saman.

Gæti farið í 22 stig á Norðausturlandi

Þá má búast við hægri breytilegri átt og björtu að mestu á morgun en að það gangi í sunnan 8-13 metra á sekúndu og þykkni upp sunnan- og vestanlands síðdegis.

Þá hvessir enn og fari að rigna á vestanverðu landinu undir kvöld. Hiti verður á bilinu 11 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert