Fundu fækkun í fyrirburafæðingum

Þróunin virðist ekki hafa haldið áfram og er tíðni fyrirburafæðinga …
Þróunin virðist ekki hafa haldið áfram og er tíðni fyrirburafæðinga talin vera komin aftur í sama horf og fyrir faraldurinn. mbl.is/mynd úr safni

Fyrirburafæðingar drógust örlítið saman á fyrstu mánuðum samkomutakmarkana í kórónuveirufaraldrinum hér á landi og í öðrum hátekjulöndum (e. high-income countries). Í heildina litið drógust fyrirburafæðingar saman um 3-4% á heimsvísu á tímabilinu. Hlutfall andvana fæðinga hélst hins vegar stöðugt.

Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á tíðni fyrirbura- og andvanafæðinga á fyrstu fjórum mánuðum samkomutakmarkana í kórónuveirufaraldrinum. Tímabilið sem um ræðir er mars til júní árið 2020.

Rannsóknin náði til 42 landa og tók til alls 52 milljóna fæðinga í heiminum. Þrjár íslenskar vísindakonur við Háskóla Íslands komu að rannsókninni. Ein þeirra er Helga Zoega, prófessor í lýðheilsuvísindum, en hún var jafnframt ein af stjórnendum rannsóknarinnar. Emma Marie Swift, dósent í ljósmóðurfræði, og Kristjana Einarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum, komu einnig að rannsókninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert