Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir morgundaginn á Faxaflóa og Breiðafirði vegna suðaustanstrekkings.
Á Breiðafirði verður viðvörunin í gildi frá klukkan 15 til miðnættis. Spáð er suðaustan 10-18 metrum á sekúndu með vindhviðum sem ná 25-30 metrum á sekúndu á Snæfellsnesi.
Á Faxaflóa tekur viðvörunin gildi klukkan 18 og gildir einnig til miðnættis. Þar er búist við suðaustan 8-15 metrum á sekúndu, með vindhviðum allt að 25 metrum á sekúndu við fjöll.