Hækkun skrásetningargjalds krefst lagabreytinga

Mbl.is/Sigurður Bogi/Eggert

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar-og háskólaráðherra, segist ekki hafa rætt hækkun skrásetningargjalda Háskóla Íslands (HÍ) eða tekið afstöðu til þeirra eins og stendur. Málið verður þó til umræðu í vikunni.

Þetta segir hann í samtali við mbl.is.

Háskólaráð tók fjármál Háskóla Íslands fyrir á fundi sínum þann 15. maí síðastliðin. Þar komu fulltrúar frá HÍ sem greindu frá niðurstöðum útreikninga á raunkostnaði við nemendur fyrir árið 2024 sem og erindi um endurskoðun skrásetningargjaldsins.

Hækkunin í drögum fulltrúanna nemur um 105.000 krónum, að því er segir í bókun Andra Más, fulltrúa Röskvu í háskólaráði. Þessi hækkun myndi þýða að skrásetningargjaldið yrði 180.000 krónur í stað 75.000 króna sem það er nú.

Þyrfti aðkomu þingsins

Logi segir hækkun skrásetningagjalda í Háskóla Íslands krefjast frumvarps og lagabreytinga.  

„Það er alltaf eitthvað sem kæmi til umræðu inni í þingi næsta vetur og þá er það þingið sem heimilar eða heimilar ekki,“ segir Logi

„Það þarf frumvarp þannig að þetta er ekkert sem verður skellt á án umræðu eða vandlauss undirbúnings,“ segir hann.

Hann segist hafa séð ályktun Háskólaráðs og ætli að ræða málið á allra næsta dögum innan síns ráðuneytis og hefur ekki tekið neina afstöðu. 

Ályktun háskólaráðs

Í fundargerð háskólaráðs kemur fram að „rektorar opinberu háskólanna hyggjast senda menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra [drögin] að beiðni hans“

Hægt er að lesa fundargerðina undir liði 2c. hér

Stúdentahreyfingin Röskva vakti athygli á málinu í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum hreyfingarinnar á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert