HR styður við efnaminni konur

Samningurinn gæti hjápað fjölskyldum úr fátæktargildru.
Samningurinn gæti hjápað fjölskyldum úr fátæktargildru. Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík og menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar undirrituðu samning sín á milli á dögunum.

Samningurinn snýr að því að nemendur HR, sem hlotið hafa styrk úr menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar, fá einnig styrk frá HR með mótframlagi úr hendi skólans.

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, aðstoðarrektor náms, nemenda og sjálfbærni í HR, og Guðríður Sigurðardóttir, formaður stjórnar menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar, undirrituðu samninginn.

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar veitir námsstyrki til kvenna hvaðanæva af landinu sem búa við þröngan efnahag.

Eykur aðgengi að háskólanámi

Haft er eftir Guðríði í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík að með samningnum sé verið að efla komandi kynslóðir og bætir því við að samningurinn geti hjálpað heilu fjölskyldunum upp úr fátæktargildrunni.

„Háskólinn í Reykjavík á miklar þakkir skildar fyrir að koma til móts við sjóðinn og styrkþega hans með framlaginu og auka þannig námsmöguleika okkar öflugu styrkþega sem hafa sýnt mikla þrautseigju til að bæta framtíðarmöguleika sína,“ er haft eftir Guðríði í tilkynningunni.

Styrkirnir bætast nú í afar fjölbreytta flóru styrkja sem Háskólinn í Reykjavík býður upp á en þeirra á meðal eru nýnemastyrkir, forsetalistastyrkir og hvatastyrkir. Haft er eftir Bryndísi Björk í tilkynningunni að styrkirnir séu mikilvægir til að auka aðgengi að háskólanámi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert