„Hvenær upplifði hann að bróðir minn hefði orðið máttlaus?“

Þórólfur Hilbert Jóhannesson, hálfbróðir Kristins Hauks, sem fannst látinn í Óshlíð milli Bolungarvíkur og Hnífsdals í september 1973, setur spurningamerki við framburð ökumanns bílsins sem fór niður Óshlíðina í ætluðu banaslysi.

Þórólfur ræðir málið í Dagmálum ásamt Snorra S. Konráðssyni bifvélavirkjameistara, sem  starfaði um ára­bil við grein­ing­ar á um­ferðarslys­um fyr­ir lög­reglu.

Orðið undir bílnum og látist samstundis

Málið var tekið upp fyr­ir til­stuðlan fjöl­skyldu Krist­ins en því lokað á ný árið 2023. Snorri og Þórólf­ur spyrja sig hvort lög­regla hafi rann­sakað málið til hlít­ar.

Þórólfur segir að í lögregluskýrslu og í blaðaviðtali árið 1973 hafi ökumaðurinn sagt Kristinn Hauk hafa kastast út úr bílnum, orðið undir honum og látist samstundis.

Úr lögregluskýrslu 1973

Fundu ekki líkið en vissu samt um ástand þess

„Ég bara velti því fyrir mér, hvenær upplifði hann að bróðir minn hefði orðið máttlaus?“ spyr Þórólfur.

Snorri segir rétt að hafa í huga að fólk hafi ekkert ráðrúm til að skynja eitthvað á þeim fimm sekúndum sem það tók bílinn að fara niður hlíðina og að það sé ekki til í myndinni að hægt sé að búa til nákvæma sögu í hausnum á sér um það sem gerðist á þeim tíma.

„Hvernig stóð á því að þau fundu ekki líkið í brekkunni en vissu samt um ástand þess? Ég næ því ekki saman,“ segir Snorri.

Brot úr þætt­in­um má sjá í ­spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Áskrif­end­ur geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert