Nær tvöfaldur íbúafjöldi skrifaði undir

Íbúar á Raufarhöfn, sem eru 183 talsins, mótmæla harðlega mögulegri …
Íbúar á Raufarhöfn, sem eru 183 talsins, mótmæla harðlega mögulegri sölu á félagsheimili bæjarins. mbl.is/Sigurður Bogi

Framtíð Hnitbjarga, félagsheimilisins á Raufarhöfn, er í lausu lofti en sveitarfélagið Norðurþing, sem Raufarhöfn hefur tilheyrt frá árinu 2006, hefur ákveðið að skoða mögulega sölu á félagsheimilinu.

Íbúar á Raufarhöfn eru afar ósáttir við ákvörðun sveitarstjórnaryfirvalda Norðurþings og hafa efnt til undirskriftasöfnunar.

Hátt í 400 undirskriftir hafa safnast, sem vekur athygli í ljósi þess að íbúar í bænum eru aðeins 183 samkvæmt tölum Hagstofunnar.

„Þetta félagsheimili er í hjarta bæjarins“

Gunnur Árnadóttir, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar, ber ábyrgð á undirskriftasöfnuninni en hún segir íbúa í bænum uggandi yfir stöðunni. Samfélagið á Raufarhöfn sé brothætt og megi ekki við miklum skakkaföllum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert