Ökumaður bifreiðar var sviptur ökuréttindum eftir að hafa keyrt á 132 km/klst. á götu þar sem hámarkshraði er 60 km/klst.
Þetta átti sér stað í Hlíðunum í Reykjavík og kemur fram í dagbók lögreglu.
Fimm ökumenn voru sviptir ökuréttindum eftir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Mál þeirra verða send í viðeigandi ferli.
Þar að auki voru tveir ökumenn sektaðir fyrir of hraðan akstur í Grafarvoginum. Annar þeirra ók á 84 km/klst. þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. og hinn ók á 89 km/klst. þar sem hámarkshraðinn var 50 km/klst.
Alls voru 45 mál skráð í dagbók lögreglu í dag, eða frá klukkan 5 í morgun til 17. Þar af var mál þar sem tveir aðilar voru handteknir fyrir brot á lögreglusamþykkt og fyrirmælum lögreglu var ekki fylgt.
Annar aðilinn var vistaður í fangaklefa þar til hann verður í ástandi fyrir skýrslutöku.