Ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt og nú, segir í bókun sem sveitarstjórn Dalabyggðar gerði í vikunni. Þar er sérstaklega vikið að stöðunni á Vestfjarðavegi (60), sem liggur um Dalina.
Kallað er eftir því að efndir fylgi orðum, það er að sérstök fjárfesting verði sett í endurbætur vega á Vesturlandi.
Ljóst sé þó að nú, þegar júní er úti, verði æ erfiðara að bregðast við ástandinu í tíma, því drjúgan tíma þurfi til að undirbúa verk, bjóða út og hefja framkvæmdir. Mikið sé í húfi því öryggi vegfarenda vestra sé ógnað.
Dalamenn segja ástand veganna algjörlega óviðunandi fyrir notendur. Jarðsig og frostskemmdir hafa gert Vestfjarðaveg ósléttan yfirferðar og slitlag sé gróft og bútakennt. Vegkantar eru víða brotnir og víða við brýr er vatnsagi mikið vandamál.
„Verulega aukin umferð, þar á meðal stórauknir þungaflutningar á síðustu árum, sumar sem vetur, kallar á aukin framlög til vegagerðar, ekki síst til almenns viðhalds,“ segir byggðarráð í Dölum, sem lýsir ástandinu ítarlega, krefst úrbóta og segir að svara þurfi kalli hið fyrsta.
Á þetta ófremdarástand hafi áður verið bent í mörgum bókunum úr Dalabyggð. Meginæðina þar í gegn verði að bæta; vegæðina inn á Vestfirði.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.