Segja ástand veganna óviðunandi

Unnið að holufyllingum í Dölum. Margt má bæta.
Unnið að holufyllingum í Dölum. Margt má bæta. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ástand þjóðveganna hefur sjaldan verið eins slæmt og nú, segir í bókun sem sveitarstjórn Dalabyggðar gerði í vikunni. Þar er sérstaklega vikið að stöðunni á Vestfjarðavegi (60), sem liggur um Dalina.

Kallað er eftir því að efndir fylgi orðum, það er að sérstök fjárfesting verði sett í endurbætur vega á Vesturlandi.

Ljóst sé þó að nú, þegar júní er úti, verði æ erfiðara að bregðast við ástandinu í tíma, því drjúgan tíma þurfi til að undirbúa verk, bjóða út og hefja framkvæmdir. Mikið sé í húfi því öryggi vegfarenda vestra sé ógnað.

Slitlag gróft og bútakennt

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert