Slasaður göngumaður við Bláfjallaveg

Maðurinn var slasaður á fæti og fluttur á sjúkrahús.
Maðurinn var slasaður á fæti og fluttur á sjúkrahús. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í hádeginu vegna slasaðs göngumanns á gönguslóð að Þríhnúkagíg frá Bláfjallavegi.

Guðmundur Hreinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að göngumaðurinn hafi verið slasaður á fæti.

Maðurinn var fluttur af slysstað á sjúkrahús þar sem hann hlaut viðeigandi aðstoð.

Að sögn Guðmundar komu viðbragðsaðilar að manninum á fjallabílum og sexhjólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert