Vatnsleki í Smáralind

Dælubílar slökkvilliðsins dældu vatni úr Smáralindinni í tvo tíma.
Dælubílar slökkvilliðsins dældu vatni úr Smáralindinni í tvo tíma. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna heitavatnsleka í Smáralind. Tveir dælubílar slökkviliðsins dældu vatni út í um tvær klukkustundir.

Guðmundur Hreinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að lekinn hafi átt sér stað á annarri hæð.

Talið er að lekinn hafi teygt anga sína um þúsund fermetra.

Lak niður á jarðhæð

Þá skilst Guðmundi að vatnið hafi jafnframt lekið niður á jarðhæð Smáralindarinnar en gat ekki sagt til um hvar og hvort að mikið tjón hefði orðið. 

Lekinn hafði engin áhrif á þjónustu Smáralindar þar sem slökkvilið lauk aðgerðum fyrir opnun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert