Kalla eftir óháðum saksóknara

Heitasta ósk aðstandenda Kristins Hauks heitins, sem fannst látinn í Óshlíðinni milli Bolungarvíkur og Hnífsdals seint á laugardagsnóttu haustið 1973, er að mál hans verði skoðað af aðila óháðum lögreglunni á Vestfjörðum.

„Engum bjóðandi“

Þórólfur Hilbert Jóhannesson, hálfbróðir Kristins, segist í Dagmálum vona innilega að hver sem stjórni eða ráði sjái til þess.

Vendingar hafa orðið í Óshlíðarmálinu svokallaða en Þórólfur og Hnífsdælingurinn Páll Halldór Halldórsson segja málið hafa færst úr Óshlíð til Bolungarvíkur.

Páll segir engum bjóðandi að fjölskylda Kristins burðist með málið áfram.

„Auðvitað þarf einhver óháður að fara í þetta, einhver saksóknari hér úr bænum.“

Brot úr þætt­in­um má sjá í ­spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Áskrif­end­ur geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert