„Þessi forgangsröðun er forkastanleg“

Járnblendið á Grundartanga Guðlaugur Þór brigslar ráðherrum um sleifarlag við …
Járnblendið á Grundartanga Guðlaugur Þór brigslar ráðherrum um sleifarlag við að gæta hagsmuna landsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Mér finnst alveg með ólíkindum að vera á fundi í utanríkismálanefnd, með utanríkisráðherra, fyrir nokkrum dögum, þar sem eina umræðuefnið var heimsókn Ursulu von der Leyen [forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins] til landsins og það er ekki minnst einu orði á þetta gríðarstóra mál,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið um nýja verndartolla ESB á kísiljárn og aðrar skyldar vörur frá Íslandi og öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.

Segir þingmaðurinn það skjóta skökku við að utanríkisráðherra og forsætisráðherra snúi hverjum steini í leit að leiðum til að koma Íslandi inn í ESB í stað þess að gæta hagsmuna Íslands „í þessu gríðarstóra hagsmunamáli fyrir íslenskan iðnað“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert