40 til 60% af útflutningi Elkem til Evrópu

Óvissa er um atvinnu og afkomu fjölmargra starfsmanna fyrirtækisins og …
Óvissa er um atvinnu og afkomu fjölmargra starfsmanna fyrirtækisins og lýsir bæjarráð Akraness yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. mbl.is/Sigurður Bogi

Hvaða áhrif mögulegar aðgerðir Evrópusambandsins munu hafa á rekstur Elkem á Grundartanga er nokkuð sem Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, vill ekki tjá sig um að svo stöddu.

Hún segir að koma þurfi í ljós hvernig spilin munu leggjast áður en hægt sé að tjá sig um það með ábyrgum hætti.

„Á milli 40 og 60% af okkar útflutningi fara til Evrópu, en að ræða möguleg áhrif aðgerða Evrópusambandsins væri ábyrgðarlaust á þessu stigi,“ segir hún og nefnir að líklega muni málin skýrast að þessari viku lokinni. Það sem eftir stendur er flutt út til Bandaríkjanna og Asíu, aðallega Japan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert