Múlaborgarmál: „Höfum fengið fleiri ábendingar“

Lögreglu hafa borist fleiri ábendingar um möguleg brot starfsmanns gegn börnum á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík. Svo segir Kristján Ingi Kristjánsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. 

„Við höfum fengið fleiri ábendingar um atvik sem gætu verið brot og gætu einnig ekki verið brot. Það er verið að skoða það,“ segir Kristján Ingi.

Karl­maður á þrítugs­aldri er grunaður er um að brjóta gegn barni á leik­skól­an­um og situr í gæsluvarðhaldi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert