Ríkisstjórnin horfir inn á við en ekki til Evrópu

Kristrún Frostadóttir einblínir nú á ríkisfjármálin.
Kristrún Frostadóttir einblínir nú á ríkisfjármálin. mbl.is/Eyþór

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar ekki að láta Evrópuvegferð trufla sig við að ná þeim árangri í efnahagsmálum sem hún hefur einsett sér, ríkisstjórnin horfi inn á við, á ríkisfjármálin, með það í huga að ná verðbólguvæntingum niður, og þar með vöxtum.

„Ég hef sagt og mun segja það áfram að ég er fyrst og fremst í þessu starfi fulltrúi ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og vil ráðast í aðgerðir eða vegferðir sem munu styrkja hag þjóðarinnar. Og við erum ekki að eyða tíma í eitthvað núna sem tekur orku í annað,“ segir forsætisráðherra.

Kristrún segir ríkisstjórnina eingöngu einblína á beitingu ríkisfjármálanna. „Evrópumálin snerta ekki núverandi efnahagsástand. Það liggur alveg fyrir. Þessi ríkisstjórn er að horfa inn á við. Hún er að horfa á umbætur í ríkisrekstri, að styrkja afgang og stöðu ríkissjóðs,“ segir hún.

Kristrún leggur áherslu á að ríkisstjórnin taki stöðuna alvarlega og leggi sitt af mörkum til að ná vöxtum niður.

Nán­ar má lesa um málið á bls. 4 í Morg­un­blaðinu í dag og í Mogga-app­inu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert