Alexander Máni Ingason var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir að smygla inn tæpu kílói af marijúana í hundamat frá Tælandi. Alexander Máni fékk sex ára dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Bankastræti Club-málinu svokallaða.
Þá gekk hann að vísu undir föðurnafninu Björnsson.
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Alexander Máni hafi játað brot sitt og að hann hafi verið með ólögráða ungmenni sér til aðstoðar við verknaðinn.
Þá segir að hann hafi nýlega fengið reynslulausn eftir að hafa setið inni í Bankastræti Club- málinu og því mat dómsins að ekki væri hægt að skilorðsbinda dóminn.
Sigurður Kristján Hjaltested:
20 mánuðir af 60..???
