Mosfellsbær fer einnig umfram skyldu

Mosfellsbær hyggst einnig leggja samræmd próf fyrir alla nemendur í …
Mosfellsbær hyggst einnig leggja samræmd próf fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk. mbl.is/Eyþór

Grunnskólar Mosfellsbæjar munu leggja samræmd stöðu- og framvindupróf matsferils fyrir alla grunnskólanemendur í 4. til 10. bekk.

Þetta kemur fram í tilkynningu bæjarins.

Með þessu mun bærinn ganga lengra en lög gera ráð fyrir en aðeins verður skylt að leggja slík próf fyrir þrjá grunnskólaárganga en ekki sjö.

Kópavogur og Garðabær ætla einnig að ganga lengra en lög gera ráð fyrir og leggja prófin fyrir alla nemendur í 4. til 10. bekk.

Í tilkynningu Mosfellsbæjar segir að til viðbótar við innleiðingu matsferils hafi bæjaryfirvöld styrkt þjónustu og aukið stuðning við nemendur með auknu
aðgengi að sálfræðiþjónustu í skólunum, opinni foreldraráðgjöf og
markvissu námskeiðahaldi.

Mælir með að 

Þór­dís Jóna Sig­urðardótt­ir, for­stjóri Miðstöðvar mennt­un­ar og skólaþjón­ustu, hefur fagnað þeim áformum. Mælir hún með því að próf­in séu lögð fyr­ir í öll­um sjö ár­göng­un­um, eins og Kópa­vog­ur, Garðabær og nú Mosfellsbær, stefna á.

„Niðurstöður prófanna munu veita kennurum ítarlegar upplýsingar um stöðu
og framvindu nemenda og verða nýttar til að valdefla kennara í kennslu og
stuðningi. Þá er markmiðið að mæta hverju barni á eigin forsendum og
styðja það í áframhaldandi námi og þroska,“ segir í tilkynningu bæjarins.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/08/27/veit_ekki_um_neinn_sem_hefur_gengid_jafnlangt/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/08/20/algjort_ahugaleysi_stefnuleysi_og_sinnuleysi/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert