„Á móti umræðu sem þeir sjálfir hata“

Rósa Guðbjartsdóttir og Snorri Másson.
Rósa Guðbjartsdóttir og Snorri Másson. Samsett mynd mbl.is/Eyþór/Karítas

Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gróf ummæli sem fallið hafa um Snorra Másson, þingmann Miðflokksins, eftir Kastljóssþátt gærkvöldsins sýna að margir sem þykjast vera á móti hatursumræðu séu augljóslega á móti umræðu sem þeir sjálfir hata.

Þetta segir Rósa í færslu á Facebook-síðu sinni.

Í þættinum tókust Snorri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökunum 78, á um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur mikil umræða skapast í kjölfarið á samfélagsmiðlum þar sem ýmis ummæli hafa verið látin falla um Miðflokksmanninn.

„Þetta er persónulegt“

Við færslu Rósu skrifar leikarinn og söngvarinn Felix Bergsson athugasemd þar sem hann líkir orðræðu Snorra við Morfís-umræðu um líf fólks og tilfinningar sem er smættað niður í orð eins og „hugmyndafræði“.

„Kannski verða viðbrögðin einmitt svona sterk vegna þess að jú þetta er persónulegt en við þekkjum líka söguna og við munum hvernig fór að því að við stóðum ekki upp og vörðum okkur þegar á þurfti að halda. Mæli með að menn kynni sér t.d. stöðu hinsegin fólks í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar og þær hörmungar sem yfir það voru leiddar á grundvelli ótta hinna „venjulegu“ við fólk sem það stimplaði sem óæðra. Í þeirra huga var það ekki fólk. það var „hugmyndafræði“, skrifar Felix. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert