Lögreglan var með sérstakt eftirlit við heimili Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, í nótt vegna hótana sem honum hafa borist.
Þetta herma heimildir fréttastofu RÚV.
Snorri hefur víða verið gagnrýndur í kjölfar viðtals í Kastljósi þar sem hann átti í rökræðum við Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastjóra hjá Samtökum 78, um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Fjöldi fólks hefur meðal annars tjáð sig á samfélagsmiðlum.
Samkvæmt heimildum RÚV var heimilisfang Snorra gert opinbert á samfélagsmiðlum í gær og honum hótað. Þar býr hann með konu sinni og börnum.
Snorri vildi ekkert tjá sig um málið þegar RÚV leitaðist eftir því. Embætti ríkislögreglustjóra sagðist heldur ekki vilja tjá sig um öryggisráðstafanir einstaklinga.
Óðinn Þórisson:
Illa farið með heiðursmanninn Snorra Másson
