Stikuðu slóð á Fimmvörðuhálsi

Þórir Guðjónsson björgunarsveitarmaður og Helga Davíðsdóttir úr Útivist hér á …
Þórir Guðjónsson björgunarsveitarmaður og Helga Davíðsdóttir úr Útivist hér á vettvangi.

Ný braut var mörkuð að hluta og stikur settar upp í leiðangri á Fimmvörðuháls, sem fólk úr röðum Útivistar og björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli fór í nú á laugardaginn.

„Leiðin yfir hálsinn, það er frá Skógum niður í Goðaland við Þórsmörk, er fjölfarin og því þurfa öryggismálin þar að vera í lagi. Náttúran á þessum slóðum skapar um margt krefjandi aðstæður og nú, þegar komið er fram í september, var lag til að fara í þetta verkefni,“ segir Þorsteinn Pálsson hjá Útivist í samtali við Morgunblaðið.

Þorsteinn hefur umsjón með svonefndum Fimmvörðuskála, sem er efst á hálsinum og í um 1.100 metra hæð þar. Nú voru settar upp stikur á gönguleiðinni frá nefndum skála að gígunum Magna og Móða, sem til urðu í eldgosi árið 2010. Einnig voru úrbætur gerðar neðar á hálsinum þar sem í raun nýtt landslag hefur myndast með undanhaldi snjóa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert