Það var margt um manninn í Nauthólsvík í dag þegar sundkappinn Ross Edgley lauk hringferð sinni um landið.
Eftir 115 daga af sundi tókst Edgley að klára verkefnið og varð með því fyrsti maðurinn til að synda í kringum Ísland.
Það var vel tekið á móti Edgley sem trúði vart sínum eigin augum þegar hann kom auga á fólksfjöldann sem var saman kominn til að taka á móti honum.
Þegar komið var í land voru opnaðar freyðivínsflöskur og mikið fagnað.
Sundferðin hófst í Reykjavíkurhöfn þann 17. maí sl.

