Ríkissáttasemjari boðar til fundar í fyrramálið

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkissáttasemjari hefur boðað AFL starfsgreinafélag, Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) og Alcoa Fjarðaál til fundar á skrifstofu embættisins í Reykjavík klukkan tíu í fyrramálið.

Þetta kemur fram í samtali Hjördísar Þóru Sigurþórsdóttir, formanns AFLs, við mbl.is.

Hjördís segist hafa átt óformlegan fund með ríkissáttarsemjara og fulltrúum frá Alcoa og RSÍ fyrr í dag sem lauk með þeim lyktum að ríkissáttarsemjari hefði boðað þau formlega á sáttarfund á morgun, miðvikudag.

Starfsfólk AFLs og RSÍ hafa kallað eftir kjarabót en greint var frá því í síðustu viku að fólk félaganna hygðist kjósa um hvort það færi í verkfall. Félögin tvö hafa jafnframt sagt stjórnendur Alcoa hafa beitt félagsmenn sína óeðlilegum þrýstingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert