Megn óánægja með leigubílamarkaðinn

Slegist er um farþega á Keflavíkurflugvelli eftir að lögum var …
Slegist er um farþega á Keflavíkurflugvelli eftir að lögum var breytt 2023. mbl.is/Eyþór

Mikill meirihluti, 81% aðspurðra, er óánægður með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði ef marka má könnun sem lögð var fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 18. til 21. ágúst. Svarendur voru 1.423 talsins, 18 ára og eldri alls staðar að af landinu. Svarhlutfallið er ekki gefið upp.

Athygli vekur að óánægja er nokkuð jöfn á milli notendahópa. 84% þeirra sem nýta þjónustuna oft eru óánægð, 81% þeirra sem nýta hana stundum, 80% þeirra sem nýta hana sjaldan og 83% þeirra sem nýta þjónustu leigubíla aldrei eru óánægð með þjónustuna.

Mest ánægja er meðal þeirra sem nýta þjónustuna stundum (7%) og minnst ánægja meðal þeirra sem nýta hana aldrei (2%). Þegar óánægja svarenda er greind kemur í ljós að tæp 56% þeirra eru mjög óánægð og tæp 26% fremur óánægð. Aðeins 1,7% segjast mjög ánægð með núverandi fyrirkomulag og 2,9% fremur ánægð. 17,2% aðspurðra sögðust ekki vita það og 0,9% vildu ekki svara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert