#87. - Yfirvofandi stríðsátök og aftaka í Utah

Heimur á heljarþröm myndu einhverjir segja þegar stjórnmálamenn eru teknir af lífi í beinni útsendingu og Rússar herða tökin gagnvart Evrópu allri. Móta þarf nýja varnarmála stefnu fyrir Ísland.

Þetta er meðal þess sem rætt er á vettvangi Spursmála í dag þar sem tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar, þær Lilja D. Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mæta og ræða nýlegan yfirgang Rússa gagnvart Pólverjum, morðið á Charlie Kirk og tillögur þingmannahóps að mótun nýrrar varnarmálastefnu fyrir Ísland.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag. Upptöku af honum má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube, og er hún öllum aðgengileg. 

Risastór tækifæri til hagræðingar

Þá mæta þeir Skafti Harðarson og Róbert Bragason frá Samtökum skattgreiðenda og kynna nýtt mælaborð sem samtökin hafa komið á laggirnar. Það varpar ljósi á útgjöld ríkissjóðs tvo áratugi aftur í tímann. Þar kennir sannarlega ýmissa grasa og segja þeir félagar að mikil og augljós tækifæri séu til þess að bæta ríkisreksturinn.

Af hverju sagði Vinnslustöðin upp 50 manns?

Að því viðtali loknu sest Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni niður með Stefáni Einari og fer yfir þá stöðu sem nú er komin upp í Vestmannaeyjum í kjölfar þess að fyrirtæki hans sagði upp 50 starfsmönnum í fiskvinnslu. Segir Binni að það sé afleiðing af hækkun veiðigjalda á útgerðarfyrirtæki landsins en Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra og Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra hafa sagt ástæðurnar allt aðrar.

Þetta og meira til í stútfullum þætti Spursmála.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, …
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Skafti Harðarson og Róbert Bragason eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála. Ljósmynd/mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert