Grunaður um árás á tjaldsvæði en ekki í varðhald

Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum.
Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn að morgni miðvikudags grunaður um líkamsárás tjaldsvæði á Egilsstöðum skömmu áður. 

Hinn grunaði er talinn hafa ráðist að gesti tjaldsvæðisins en mennirnir þekkjast ekki.

Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, en Rúv greindi fyrst frá málinu.

Gæsluvarðhaldskröfu hafnað

Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið í Neskaupstað en hefur nú verið útskrifaður.

Lögreglan á Austurlandi fór fram á gæsluvarðhald yfir hinum grunaða vegna alvarleika atlögunnar og rannsóknarhagsmuna, en Héraðsdómur Austurlands hafnaði þeirri kröfu.

Í umfjöllun Rúv segir að brotaþoli sé dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann var dæmdur fyrir að misnota stjúpdóttur sína fyrir sjö árum.

Rannsókn málsins er sögð miða vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert