Sauðfé er vænt eftir sumarið

Árni Jónsson aðstoðarframleiðslustjóri og Sigurður Bjarni Rafnsson sláturhússtjóri við stæðu …
Árni Jónsson aðstoðarframleiðslustjóri og Sigurður Bjarni Rafnsson sláturhússtjóri við stæðu með kjöti af nýslátruðu. Gerist ekki betra! Morgunblaðið/Páll Friðriksson

Áætlað er að 112-115 þúsund fjár verði slátrað hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki á þessu hausti. Fjöldinn verður svipaður í afurðastöðinni á Hvammstanga, það er sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga sem er í helmingseigu KS.

Á Króknum hófst vertíðin í síðustu viku og dag frá degi aukast afköstin. „Við byrjuðum í 3.000 fjár á dag en verðum eftir helgina komin í 3.200 kindur. Við erum að finna taktinn og mannskapurinn að þjálfast,“ segir Sigurður Bjarni Rafnsson sláturhússtjóri KS í samtali við Morgunblaðið.

Starfsfólk flest frá Póllandi

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert