Geislunartæki hafa verið pöntuð

Stöðvarfjörður Tæplega 200 manns búa í þorpinu á Austfjörðum. Sýking …
Stöðvarfjörður Tæplega 200 manns búa í þorpinu á Austfjörðum. Sýking hefur greinst í neysluvatni Stöðfirðinga. Nú stendur til að bæta úr því. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Geislunartæki hafa verið pöntuð til að vinna bug á mengun í neysluvatni í Stöðvarfirði. Þetta segir bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, Jóna Árný Þórðardóttir, í samtali við Morgunblaðið. Austurfrétt greindi fyrst frá þessu.

Hún segir sveitarfélagið binda vonir við að tækin verði komin í gagnið um miðjan október. Unnið er að sambærilegri lausn á Breiðdalsvík, að sögn Jónu. Geislatækin skjóta geislum í vatnslagirnar og eiga að drepa bakteríur í vatninu.

E.coli og kólí greindust í neysluvatni Stöðfirðinga að því er kemur fram í tilkynningu Fjarðarbyggðar á fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert