Geislunartæki hafa verið pöntuð til að vinna bug á mengun í neysluvatni í Stöðvarfirði. Þetta segir bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, Jóna Árný Þórðardóttir, í samtali við Morgunblaðið. Austurfrétt greindi fyrst frá þessu.
Hún segir sveitarfélagið binda vonir við að tækin verði komin í gagnið um miðjan október. Unnið er að sambærilegri lausn á Breiðdalsvík, að sögn Jónu. Geislatækin skjóta geislum í vatnslagirnar og eiga að drepa bakteríur í vatninu.
E.coli og kólí greindust í neysluvatni Stöðfirðinga að því er kemur fram í tilkynningu Fjarðarbyggðar á fimmtudag.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands tók sýni í kjölfar mikilla rigninga undanfarið og þetta er niðurstaða rannsókna á þeim. Sveitarfélagið segir nauðsynlegt að íbúar sjóði allt vatn til neyslu en að óhætt væri að bata sig í vatninu. Sýni verða tekin aftur eftir helgi þegar rigningin, sem er í kortunum, er yfirstaðin.
Aðspurður segir bæjarstjórinn óljóst hvað valdi bakteríusýkingunni. Það sé til skoðunar hjá sveitarfélaginu. Eva Jörgensen Stöðfirðingur sagði í samtali við mbl.is fyrr í sumar að gangur hreindýra og fýll í kringum vatnsbólið væri áhyggjuefni en E.coli smitast frá saur blóðheitra dýra eða manna. Skýringin liggur þó ekki fyrir en lokin á vatnsbrunnum eru meðal þess sem sveitarfélagið skoðar, að sögn Jónu.
„Forgangsatriðið var að kaupa geislatæki og vera alveg viss um að við værum að setja það á réttar lagnir,“ segir Jóna. Vatnskerfið er gamalt og því þurfti að leggjast í talsverða undirbúningsvinnu til að kortleggja lagnirnar sem á að geisla.
Geislatæki hafa verið notuð í fleiri byggðarlögum á Austurlandi en á vef Heilbrigðiseftirlits Austurlands segir að stofnunin hafi geislað vatn á Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði og Djúpavogi.
Tæplega 200 manns búa á Stöðvarfirði sem er hluti af sveitarfélaginu Fjarðarbyggð. Jóna, bæjarstjóri þess, gat ekki sagt til um hversu mikið geislunartækin myndu koma til með að kosta. „Kostnaður hefur aldrei verið neitt atriði í þessu máli gagnvart því að það sé öruggt vatn.“
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
