„Á að fara beint í ruslið“

Mynd/Lögreglan

Ekkert lát er á svikapóstum þessar vikurnar og mánuðina að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hún segir að margir viðtakendur séu þessa dagana að fá póst sendan undirlagi Interpol sem sé undirritaður af þjóðarfulltrúa hjá íslensku lögreglunni eins og lesa megi.

„En það á að sjálfsögðu við engin rök að styðjast og er algjör vitleysa! Þessi póstur á bara að fara beint í ruslið,“ segir lögreglan í tilkynningu.

Hún varar líka við SMS-skilaboðum frá raforkusölum eins og sjá má hér fyrir neðan. „Svona skilaboð eiga líka að fara beinustu leið í ruslið,“ segir lögreglan.

Mynd/Lögreglan
Mynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert