Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 mældist í NA-verðri Bárðarbungu á fimmta tímanum í nótt. Einn eftirskjálfti hefur mælst sem var 2 að stærð.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að skjálftar af þessari stærðargráðu séu algengir í Bárðarbungu. Í byrjun þessa mánaðar mældist skjálfti af stærðinni 3,7 og í lok júlí reið sterkur skjálfti þar yfir en hann var 5,2 að stærð.
