Bókunum farþegaskipa snarfækkar

Fækkun á komum skipa blasir við næstu ár að öllu …
Fækkun á komum skipa blasir við næstu ár að öllu óbreyttu. mbl.is/sisi

Bókunum skemmtiferðaskipa/farþegaskipa næstu tvö árin hefur fækkað stórlega frá metárinu 2024. Segja má að hrun hafi orðið á bókunum hjá nokkrum minni höfnum landsins.

Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Jökuls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Cruise Iceland.

Skemmtiferðaskip heimsækja tæplega 40 hafnir og áfangastaði á landinu öllu.

Örar og skyndilegar breytingar á rekstrarumhverfi skemmtiferðaskipa á Íslandi, allt frá haustmánuðum 2023, hafi valdið óvissu meðal útgerða þeirra skipa sem sækja landið heim.

Meðal minni hafna megi segja að fækkun í bókunum fyrir árið 2027 sé hrun. Það megi rekja til afnáms tollfrelsis, nýs innviðagjalds, stutts fyrirvara á gjaldtöku og almennrar óvissu með fyrirkomulag á rekstri farþegaskipa. Hafnir eins og á Siglufirði, Borgarfirði eystri, Djúpavogi og Húsavík sjá fram á allt að 95% fækkun skipakoma.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka