Á sama tíma og mannkynið má engan tíma missa við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda er ósennilegt að hægt sé að sannfæra þjóðir á borð við Sádí-Arabíu og Noreg að hætta olíuvinnslu.
Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í fróðlegu samtali um efni og inntak bókarinnar Líf á jörðinni okkar sem rituð er af David Attenborough. Bókin var viðfangsefni Bókaklúbbs Spursmála í ágústmánuði. Þýðandi bókarinnar var Magnús Þór Hafsteinsson heitinn, fyrrverandi alþingismaður og rithöfundur.
Einar segir ljóst að bregðast verði við þeim áhrifum sem maðurinn hefur haft á alla náttúruna og þar með loftslagið. Hann tekur undir þau sjónarmið Attenborough að ójafnvægi sé komið á lífríki jarðar vegna þess hversu aðsópsmikill maðurinn hefur gerst í kjölfar iðnbyltingarinnar.
Hann segir að þótt Íslendingar standi hvað fremst allra þjóða í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa þá geti Ísland lagt sitt af mörkum til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum.
Tölusetur hann fimm áhersluatriði í því sambandi:
Í viðtalinu ítrekar Einar á sama tíma að ekki megi tengja allar breytingar sem við verðum vitni að í náttúrunni við loftslagsbreytingar. Beita þurfi efahyggju í þeim efnum og rýna nákvæmlega í orsakir og afleiðingar.
Þegar rætt er um bók Attenboroughs tekur Einar sérstaklega fram að Magnúsi Þór hafi tekist vel til við þýðingu verksins. Þar sé tekist á við flókið verk og mörg hugtök sem ekki séu föst í sessi í íslenskri málhefð.
Aftast í bókinni er ágæt orðaskrá með skýringum.
Viðtalið við Einar er aðgengilegt í spilaranum hér að ofan. þá er það einnig aðgengilegt á efnisveitunum Spotify og Youtube.