Kjötvinnsla staðfest í Álfabakka

Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu íbúa um umhverfismat.
Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu íbúa um umhverfismat. mbl.is/Árni Sæberg

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur úrskurðað að kjötvinnslan við Álfabakka 2a þurfi ekki að fara í umhverfismat. Í rökstuðningi með niðurstöðunni kemur fram að þeir einir geti kært stjórnvaldsákvörðun til úrskurðarnefndarinnar sem eiga lögvarða hagsmuni, en tveir af þeim sem kærðu bjuggu það langt frá kjötvinnslunni að nefndin vísaði kærum þeirra frá.

Nefndin fellst hins vegar á að kærandi, búsettur í Árskógum 3a, eigi rétt á kæruaðild vegna mögulegra grenndaráhrifa. Fasteign hans er staðsett í um 150 m fjarlægð frá hinni fyrirhuguðu starfsemi og er mannvirkið mjög vel sjáanlegt frá heimili hans og einkum íbúa sem búa í Árskógum 5-7.

Neikvæð áhrif á íbúa

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HR) gerði athugasemd við að starfsemi stórrar kjötvinnslu væri flokkuð sem „léttur iðnaður“. Að mati HR væri um umfangsmikla starfsemi að ræða sem gæti haft í för með sér ónæði, mengun og álag á fráveitu og því væri hæpið að flokka hana sem léttan iðnað. HR bætir við að hægt sé taka á þeim þáttum við útgáfu starfsleyfis.

Í umsögn Skipulagsstofnunar, þar sem kemur fram að þótt ákvörðunin taki til fyrirhugaðrar kjötvinnslu og hugsanlegra umhverfisáhrifa hennar, þá væri ljóst að staðsetning byggingarinnar Álfabakka 2a, í mikilli nálægð við íbúðabyggð, hefði neikvæð áhrif á íbúa fjölbýlishúsa sem stæðu næst byggingunni vegna skuggavarps og ásýndar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert